Skilmálar

Skilmálar

Skilmálar

 Það tekur okkur allt að 24 tíma að taka saman pöntun.

BF-útgáfa ehf. (Bókafélagið) sér sjálf um dreifingu á höfuðborgarsvæðinu en íslandspóstur sér um sendingu á pöntunum úti á landi.

Vörum skilað

Ef þú ert ekki ánægður með vöruna sem þú keyptir, máttu skila henni til BF-útgáfu , ef hún er í sama ásigkomulagi og við kaup og kvittun fyrir kaupum fylgi með.

Póstlisti

Öllum viðskiptavinum BF-útgáfu býðst að skrá sig á póstlista verslunarinnar fyrir fréttir af ýmsu tagi. Alltaf er hægt að skrá sig af listanum.

Lög og reglur

Helstu lög og reglur:

  • lög um neytendakaup nr. 48,
    2003
  • lög um persónuvernd og
    meðferð persónuupplýsinga nr. 77, 2000

Trúnaðarupplýsingar

Bókafélagið heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp varðandi viðskiptin. Um meðferð allra persónuupplýsinga er farið eftir lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni BF-útgáfu  og hafa aðeins eigendur og umsjónaraðilar vefsins aðgang að þeim. Eru slíkar upplýsingar aldrei veittar þriðja aðila, utan þess sem krafist kunni að vera til að koma á viðskiptum milli söluaðila og viðskiptavina síðunnar.

Viðkvæmar upplýsingar

Öll viðkvæm gögn eru dulrituð hjá BF-úgáfu. Hugbúnaður BF-útgáfu og vafrinn þinn sjá um að framkvæma þessa dulritun sjálfkrafa. Bóksalan notar 128 bita SSL (Secure Sockets Layer) dulritunarlykil vottaðan af evrópska fyrirtækinu Thawte en bankar og sparisjóðir nota sömu tækni fyrir netbanka sína.

Verð á vefsíðunni eru birt með fyrirvara um innsláttar- og/eða prentvillur.