Hundmann
Bókafélagið hefur gert samkomulag við Scholastic útgáfuna um útgáfu bókaflokksins Hundmann – eða Dog Man eins og bækurnar heita á ensku. Það er snillingurinn Dav Pilkey sem semur bækurnar og teiknar myndirnar. Dav er höfundur hinna geysivinsælu bóka um Kaptein ofurbrók – sem nutu fádæma vinsælda hér á landi fyrir nokkrum árum.
Hundmann bækurnar hafa slegið í gegn á síðustu misserum og hafa nú alls 32 milljónir eintaka selst. Krakkar elska Hundmann um allan heim – og án efa munu sögurnar um hann kæta íslenska lesendur. Önnur bókin í bókaflokknum kemur út í mars næstkomandi.